Formanns- og varaformannsembætti.

Formanns- og varaformannsembætti.

Píratar velja sér formann á aðalfundi sem hefur það hlutverk: að tryggja tengsl milli eininga félagsins, að veita miðlægan tengipunkt fyrir fjölmiðla, að hafa frumkvæði að viðbrögðum við stóratburðum sem varða flokkinn og; að semja um ríkisstjórnarmyndun í samstarfi við þingflokk, með fyrirvara um samþykki félagsmanna á ríkisstjórnarsáttmála. Varaformaður sinnir sama hlutverki til vara.

Points

ég er á mót titlinum "formaður" https://yrpri.org/post/22720

Tillaga starfshóps.

Flatur strúktúr í góðu skipulagi er betri en hefðbundni píramídinn. Hætta á foringjadýrkun. Égvil frekar sjá þriggja manna framkvæmdastjórn þar sem enginn er formaður. Enda myndi félagið vart lifa af blóðugan formannsslag í þessu andrúmslofti núna. Við eigum ekki að skipuleggja félagið okkar út frá úreltu skipulagi þings. Við eigum að beita okkur fyrir breyttum starfsháttum á þingi.

Hér er önnur tillaga að formannanefnd sem stuðlar að sama markmiði og tilheyrir strúktúr í nokkur samræmi við "tékknesku pírataleiðina". https://yrpri.org/post/22593

Ég er klofinn í þessu máli af tilfinningalegum ástæðum, þ.e.a.s. mér líkar ekki vel við hugtök eins og formaður. (Já, ég veit ég var einu sinni formaður framkvæmdaráðs). En mér finnst þeir sem ekki vilja "formann" skulda okkur skýringu á hvernig þeir vilji úthluta stjórnarmyndunar-umboði með betri hætti en það hefur verið gert hingað til. Ef við förum í þriðju kosningabaráttuna þar sem við þurfum að kjósa þrjá umboðsmenn tveimur vikum fyrir kosningu þá veit ég ekki hver við ætlum.

Við þurfum einhverja með þetta umboð, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Slíkt umboð rúmast innan flata strúktúrsins þar sem þar er verkaskipting hvort eð er. Sú verkaskipting má alveg vera lýðræðisleg. Orðið sem lýsir þessu umboði er gildishlaðið og óþarfi en umboðið þurfum við

Við verðum að geta starfað með samkeppninni á þingi, aðili með umboð, hvaða titil sem aðili hefur er það sem virkar. Flatur strúktur virkar með titlum, það þarf þá bara tryggja að það sé flatt, með áherslu á strúktur. Flatur strúktur þýðir ekki "engin með völd". Það er ekki dýrkun að vera með mikla ábyrgð. Mannleg hegðun setur dýrkunina á. Ég vil frekar einn aðila með skýrt umboð,með sterkar einingar á bak við sig, heldur en þessi 3 manna nefndir sem eru að skjóta upp hér,því sé það skoðað 1/2

Þá hafa þessar 3 manna nefndir í tékkneskum pírötum gríðarleg völd og miðstýring þeirra nefnda yrði enn meiri en nú er. Völd hafa áhrif, hvort sem 1 eða 3 manneskjur eru með það og fólk mun alltaf hampa einstaklingum. Við smíðum strúkturinn. Núna erum við með valdasöfnun einstaklinga sem þurfa ekki að bera ábyrgð. Það er mun hættulegra en kafteinn/umboðsaðili/formaður með skýra ábyrgð og hlutverk.

Við hljótum að geta nýtt hugmyndaauðgi okkar til að finna aðrar leiðir en formannsleiðina. Hún verður ef til vill ekki jafnauðveld en formannsleiðin er táknmynd gamalla tíma og ekki í okkar andófsanda heldur íhaldssöm. Albert bendir á einn möguleika, þeir eru eflaust fleiri, en mér finnst við líka þurfa að spyrja okkur hversu hátt á böggskalanum formannsleysið er. Getum við t.d. stutt Alþingisfólkið okkar á annan veg? Verum lausnamiðuð og látum ekki Alþingi skilgreina og ráða okkar starfi.

Hvaðan, nákvæmlega, kemur óttinn við formannsembætti? Það eru formenn í meira eða minna öllum félögum, en allur gangur á því hvernig skipulagi og ákvarðanatöku er háttað. Formannsstaða er ekki einræði.

Formannsleysið hefur hvorki tryggt okkur minni foringjadýrkun né minni valdasamþjöppun og vissulega ekki minna af átökum. Frekar þvert á móti, því að formannsleysið veldur einungis valdatómarúmi sem er síðan fyllt upp með hverjum þeim einstaklingi sem hefur persónulegan/pólitískan styrk, án tillits til lýðræðislegs umboðs eða takmörkunar á því hvað felist í því valdi. Formannsembætti er ekki til þess fallið að búa til nýtt vald heldur þvert á móti til að beisla það sem fyrir er.

Að kjósa sér formann að hætti fjórflokksins hefur í för með sér meiri holdgervingu valds, bæði táknræna og eiginlega, en við höfum vanist hingað til. Opinberlega flokksbundnir félagar munu fyrirsjáanlega þurfa að svara fyrir gjörðir viðkomandi einstaklings úti í samfélaginu og verja á allt annan hátt en aðra fulltrúa, sem getur reynst nógu strembið eins og er. Ég efast um að sá Pírati sé til sem ég myndi treysta fyrir þessari ábyrgð og engan er mér nógu illa við til að leggja slíkt á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information