Valddreifingarleiðin

Valddreifingarleiðin

Að dreifa valdi innan Pírata, annarsvegar til aðildafélaga eftir kjördæmum og hinsvegar í nokkrar markvissar nefndir og ráð. Aðildarfélögin fá fjármagn, traust og vald til að starfa sjálfstætt á meðan vel afmarkaðir starfshópar og ráð sinna miðlægum hlutverkum, svo sem úrskurðarráð, starfsmannaráð, kosninganefnd, formannsnefnd, fjármálaráð og félagsráð (sem eru allt tillögur hér á vefsvæðinu). Miðlægi strúktúrinn er mjög í anda tékkneskrar uppbyggingar sem er hér https://yrpri.org/post/22593

Points

Í samræmi við grunnstefnu Pírata um dreifingu valds.

Ég hef bara efasemdir um að við náum að manna allar þessar nefndir og ráð sem hugmyndir eru um.

Ég er hlynnt þessari dreifingu, eins og með alla dreifingu valds og ábyrgðar. Eftir sem áður er alltaf miðstjórn, hvort sem það heitir framkvæmdaráð, framkvæmdastjórn eða miðstjórn en hlutverk þess breytist talsvert í kjölfarið og framkvæmdavald dreifist ásamt ábyrgðinni. Tryggja þarf að þessi félög/ráð hafi skýrt umboð og að ábyrgðarkeðjan sé keðja, en ekki brot hér og þar. Hver heldur utan um þetta? Hvernig? Þarf að fjölga starfsfólki í kjölfarið?

Gríðarlega mikilvægt, en samhliða þessu verður að heimila fólki að gera fleira en eitt í einu (til að koma til móts við mótrök Björns Þórs, sem ellegar eru hárrétt). Aðildarfélögum á ekki einu sinni að líða eins og þau séu háð neinum í Reykjavík. Þau eiga að geta starfað alfarið á eigin forsendum.

Við þurfum að dreifa ábyrgð og valdi betur innan félagsins. Við verðum að treysta fólki fyrir þeim verkefnum sem við felum því og gefa því það sem það þarf til að standa undir þeim. Pössum þó upp á að fjöldi félagsmanna njóti ekki mjög misjafns vægis á samráðsvettvöngum

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information