Landsnefnd

Landsnefnd

Landsnefnd skipuð fulltrúum landshluta-aðildafélagana sem hefur neitunarvald yfir stórum ákvörðunum varðandi ákvarðanir minni rekstrareininga félagsins og setur ákveðna stefnu og áætlun til að fylgja.

Points

Landsnefnd sem æðsta yfirvald Pírata myndi á sama tíma valddreifa og miðstýra.

Við þurfum minni miðstýringu, ekki meiri. Það er sjálfsagt að hafa samráðsvettvang landshlutafélaga, en hann ætti ekki að hafa neins konar neitunarvald.

Ég sé þetta sem enn eitt flækjustigið og gerir það að verkum að ekkert kemst áfram.

Það sem heillaði mig mest við Tékkneska kerfið er að þeir eru með pólitíska landsnefnd sem hefur veto vald á ákvörðunum minni rekstrar eininga og ársáætlanir þeirra. Þá held ég að það tryggi ákveðna samvinnu og sátt að hafa nefnd sem er skipuð af öllum landshlutum með veto vald yfir fjármálaáætlanir og stærri ákvarðanir sem eiga samt heima rekstrarlega heima þar sem þeim getur verið framfylgt.

Ég hef bara efasemdir um að við náum að manna allar þessar nefndir og ráð sem hugmyndir eru um.

Þetta gæti virkað sem hluti af tékknesku leiðinni hér hjá okkur og þá aðeins ef stuðst er við lýðræðisleg vinnubrögð innan kjördæmisfélags áður en kemur að beitingu neitunarvalds. Kemur í stað framfarafunda.

Mér sýnist þetta því miður helst til þess fallið að koma í veg fyrir frumkvæði og til að grípa inn í sjálfstæða ákvarðanatöku. Eins er óskýrt hvert umboð nefndarinnar ætti að vera gagnvart aðildarfélögum. Myndi t.d. Landsnefndin geta bannað einu aðildarfélagi að hafa stefnu um að flugvöllurinn í Vatnsmýri ætti að vera þar áfram, eða öðru um að hann ætti að fara? (svo eldfimt dæmi sé tekið)

Eins og ég skil þessa tillögu er þetta enn eitt flækjustigið til þess að formgera vantraust á fólk sem við erum búin að velja til að gegna embættum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information