Talsmannanefnd/Stýrinefnd

Talsmannanefnd/Stýrinefnd

Nefnd með umboð til að taka á málum miðlægt þegar slíks er þörf. Nefndin er hluti af 'tékkneska fyrirkomulaginu' sem felur í sér fleiri en markvissari nefndir og ráð en nú eru. Þessi nefnd kemur í stað eins formanns og hún þarf að vinna vel saman til að árangur náist. Mætti einnig kallast málpípunefnd.

Points

Ég skil þessa tillögu ekki. En sé þetta sú sama tillaga og er að finna á öðrum stað þá er ég ósammála því að þingflokksformaður sitji í slíkri nefnd. Sú manneskja hefur nóg á sinni könnu þegar, og þessi umræða snýst meðal annars um að draga úr álagi á þingflokksformann sem í augnablikinu er bæði formaður flokks og verkstjóri í raun.

Formannsnefnd er þriggja pírata ráð sem eru talsmenn Pírata útávið. Þar sitja formaður þingflokks hverju sinni, formaður sem tilnefndur er af aðildafélögum til skiptis og varaformaður kosinn slembivali. Hlutverk formannsnefndar Pírata eru: -að tryggja tengsl milli eininga félagsins, -að veita miðlægan tengipunkt fyrir fjölmiðla, -hafa frumkvæði að viðbrögðum við stóratburðum sem varða Pírata alla -semja fyrir hönd félagsins við aðra flokka -sinna verkefnum sem upp koma með skömmum fyrirvara.

Tékkneskir Píratar eru með mjög strangt fyrirkomulag hjá sér þar sem umboð slíkrar nefndar væri að geta rekið fólk úr flokknum, tekið ákvarðanir um mál er varða félagið án nokkurrar aðkomu annars félagsfólks. Mér finnst því ekki nóg að horfa bara á tékkneskt fyrirkomulag án þess að skoða líka hvernig það virkar og af hverju. Tékkar hafa svo líka formann og þetta myndi ekki auðvelda okkur að eiga samskipti við fjölmiðla, þeir myndu enn ekki vita hvert ætti að snúa sér og skýrir ekki umboð

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information